Mötuneytið lokað fyrir aðra en skólann
05.01.2022
Viðbragðsteymi sveitarfélagsins tók þá ákvörðun um að mötuneyti Kerhólsskóla verður lokað fyrir aðra en börn og starfsfólk skólans til og með 12. janúar n.k.
Þetta verður endurskoðað í næstu viku og við munum láta vita hvenær mötuneytið opnar aftur með því að auglýsa á öllum helstu miðlum sveitarfélagsins.
Munum að við erum öll sóttvarnir og ábyrg fyrir okkar eigin öryggi.
Síðast uppfært 5. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?