Námuúttekt í Grímsnes- og Grafningshreppi
03.03.2023
Sveitarstjórn tók ákvörðun 3. nóvember 2021, í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins að fara í námuúttekt í sveitarfélaginu.
Í kjölfarið fengu námueigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi bréf þar sem þeim var tilkynnt um að að Verkís myndi gera úttekt á öllum námum innan Grímsnes- og Grafningshrepps sem skilgreindar eru innan aðalskipulagsins.
Í bréfinu var tekið fram að sjónrænt mat yrði lagt á stærð námu, lýst verður stöðu, hvort efnistaka sé í gangi og hversu mikið er búið að vinna úr námunni.
Nú liggja fyrir niðurstöður úttektarinnar og má finna þær hér:
Síðast uppfært 3. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?