Fara í efni

Nánar um afhendingu inneignarkorta fyrir Gámastöðina Seyðishólum

Sveitarstjórn vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri í tengslum við afhendingu inneignarkorta fyrir Gámastöðina Seyðishólum.

Það er engin krafa um að það verði að sækja kortin fyrir ákveðinn tíma.
Í augnablikinu liggja eingöngu eftirfarandi afhendingartímar fyrir og þá daga verða þau afhent í anddyri Félagsheimilisins Borg:

Laugardaginn 23. janúar        Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 24. janúar         Milli 10:00 - 16:00
Laugardaginn 30. janúar        Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 31. janúar         Milli 10:00 - 16:00
Laugardaginn 13. febrúar      Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 14. febrúar       Milli 10:00 - 16:00

Frá og með mánudeginum 26. janúar til og með föstudeginum 5. febrúar hægt að nálgast inneignarkortin milli
13:00 -15:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og 9:00-12:00 á miðvikudögum og föstudögum.
Við munum auglýsa síðar afhendingartíma eftir 5. febrúar.

Við munum afhenda inneignarkortin alveg þar til allir hafa sótt sín kort. Staðan er einfaldlega sú að skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð vegna þess að hún er staðsett í miðri skólabyggingu og í reglugerð Heilbrigðisráðherra fyrir skólastarf segir að viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum og að takmarka skuli gestakomur í skólabyggingar. Sveitarstjórn taldi því rétt að hafa skrifstofuna lokaða meðan þessi reglugerð er í gangi.Við getum því ekki auglýst að hægt sé að nálgast kortin á opnunartíma skrifstofu og töldum ekki rétt að auglýsa afhendingartíma lengra fram í tímann vegna þess að eins og allir vita getur staðan breyst. Við munum auglýsa fleiri virka daga og fleiri helgar eftir því sem lengra líður, þannig að þó þessi tími henti ekki þá verður hægt að nálgast þau á öðrum tíma.

Við munum ekki senda inneignarkortin með bréfpósti, við sendum klippikort síðasta árs með bréfpósti og því miður er reynslan okkar af þeim vinnubrögðum slæm og því munum við ekki senda inneignarkortin þannig. Inneignarkortin eru gerð úr þykku plasti og eru hugsuð sem framtíðareign hverrar fasteignar og því er hugsunin sú að ekki þurfi að nálgast kort aftur nema kortið týnist eða eyðileggist.

Fyrir hönd sveitarstjórnar,
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti

Síðast uppfært 22. janúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?