Fara í efni

Nýr starfsmaður: umsjónarmaður aðveitna

Í dag 2. janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Grímsnes- og Grafningshreppi, hann heitir Ragnar Guðmundsson og var ráðinn úr hópi umsækjenda um starf umsjónarmanns aðveitna. Hann mun sjá um hita- og vatnsveitur sveitarfélagsins. Um er að ræða undirbúning á viðhaldsverkefnum, nýtengingar, umsjón dæluhúsa og vöktunarkerfis þar við. Hann mun einnig hafa eftirlit með framkvæmdum hitaveitna og vatnsveitna auk þess að fylgjast með daglegum rekstri. Við bjóðum Ragnar velkominn til starfa. 

Síðast uppfært 13. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?