Opið hús fyrir íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps - Sunnudaginn 14. ágúst 2022
11.08.2022
Kæru sveitungar.
Í ár eru 92 ár liðin frá því móðir Sólheima, Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði samfélagið Sólheima, með dyggum stuðningi fjölskyldu, vina, nágranna, ásamt þjóðkirkjunni, sóknarprestinum á Mosfelli , Ægismönnum og fleiri góðum velunnurum.
Af því tilefni vilja stjórn, starfsmenn og íbúar Sólheima leitast við að kynna staðinn og þá fallegu starfsemi og sögu sem hann býr yfir.
Við bjóðum því ykkur, kæru sveitungar, til veislu og skemmtunar. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og við vonumst til að sjá sem flesta.
Opið hús á Sólheimum frá klukkan 12:00-17:00
- Kynning á sögu, lífi og starfi í Sesseljuhúsi klukkan 13:00 og aftur klukkan 14:00
- Garðyrkjustöðin Sunna, Ína garðyrkjustjóri kynnir úrval í verslun.
- Skógræktarstöðin Ölur, kíkið þangað! Eiður skógræktarstjóri tekur á móti gestum frá klukkan 14:00 til 15:00.
- Ingustofa, starfsmenn og listamenn kynna vinnustofur Sólheima og bjóða gestum að teikna og lita með sér, frá klukkan 13:00 til 15:00.
- ÚPS-Útvarp Sólheima, kynnir starfsemi sína og sendir beint út frá Útvarpskjallaranum í Ægisbúð, frá klukkan 13:00 til 15:00.
- Íþróttafélagið Gnýr sýnir Boccia og skorar á granna að taka leik í Íþróttaleikhúsinu, klukkan 14:00 til 15:00 og aftur 16:00 til 17:00.
- Skátafélag Sólheima verður á ferðinni í Skakka skóla og Tröllagarði.
- Reynir Pétur verður með munnhörpuna á lofti.
- Íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps er boðið að þiggja kaffi og veitingar í Grænu könnunni þegar hentar á tímabilinu frá kl. 14:00 til 16:00.
- Halli, Anna og stjörnulið Sólheima með söng og gleði í Grænu könnunni klukkan 15:00.
- Börnin stór og smá munu geta skemmt sér í leikjum úti á túni og inni í íþróttaleikhúsinu.
Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn.
Stjórn og Íbúar Sólheima.
Síðast uppfært 12. ágúst 2022
Getum við bætt efni síðunnar?