Fara í efni

Sálfræðingur

 

Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.

 Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í Hveragerði. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar.

 Starfssvið sálfræðings

•   Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla.

•   Forvarnastarf með áherslu á snemmtæka íhlutun.

•   Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum og unglingum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.

•   Fræðsla og ráðgjöf vegna mála einstaklinga eða hópa.

•   Viðtöl við nemendur m.a. vegna tilfinninga- og hegðunarvanda.

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Löggilding til starfa sem sálfræðingur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfileikar og rík færni í samskiptum.
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi.

 Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í áframhaldandi þróun þjónustunnar og samstarfi við aðra sem koma að málefnum barna og ungmenna.

 Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2021. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga

 Umsóknir sendist rafrænt á netfangið ragnheidur@arnesthing.is. Umsókninni skal fylgja ferilskrá og skal þar geta umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Hergeirsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings ragnheidur@arnesthing.is og Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi hrafnhildur@arnesthing.is

Síðast uppfært 8. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?