Fara í efni

Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarstjórn hefur nú samþykkt samfélagsstefnu sveitarfélagsins. Hugmyndin að henni kom fyrst upp vorið 2018 og vinna við hana hófst árið eftir. Við gerð stefnunnar var reynt að fá álit sem flestra í samfélaginu og var það gert með íbúafundi, fundi með nemendum í grunnskólanum og með því að leggja stefnuna fyrir ráð og nefndir í sveitarfélaginu.

Í stefnunni er reynt að taka á helstu málefnum sveitarfélagsins og hvernig við getum notað þessi málefni til að gera samfélagið okkar enn betra. Við gerð stefnunnar var einnig horft til þess að í þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu er talað um að markmið slíkrar stefnu skuli m.a. fela í sér „Að skapa góðar forsendur til þess að ala upp börn (hér á landi) og skapa góð uppvaxtarskilyrði fyrir öll börn svo þau fái notið þess öryggis sem þau þarfnast. Með því verði stuðlað að sjálfbæru samfélagi sem styður við jákvæða þróun, efnahag og lýðheilsu“.

Hér má lesa stefnuna

Síðast uppfært 27. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?