Skáknámskeið á Borg
25.07.2022
Ungmennafélagið Hvöt og Grímsnes– og Grafningshreppur bjóða öllum krökkum fæddum 2006-2016 á skáknámskeið dagana 15.-16. ágúst.
Námskeiðið verður haldið í Félagsmiðstöðinni á Borg.
Kennari á námskeiðinu eru Birkir Karl Sigurðsson skákkennari.
Skráning á námskeiðið fer fram hér eða með því að senda tölvupóst á gudrunasa@gogg.is sem veitir einnig nánari upplýsingar um námskeiðið. Skráningu lýkur 7. ágúst.
Hópaskipting fer eftir fjölda þátttakenda en kennslan fer fram að degi til og koma nánari upplýsingar um það þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir.
Síðast uppfært 28. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?