Skilaboð til eldri borgara
Kæru eldri borgarar.
Nú hefur verið sent út bréf til nýrra eldri borgar eins og venjan hefur verið í upphafi árs. Vegna breytingar í mötuneyti var hins vegar sent bréf á alla þetta árið þannig að þessar upplýsingar fari ekki framhjá neinum.
Breytingarnar í mötuneytinu eru þannig að nú þurfa eldri borgarar að koma á skrifstofu sveitarfélagsins og sækja miða til að nota í mötuneytinu. Miðarnir eru þeim að kostnaðarlausu eins og áður en nú einnig er hægt að kaupa miða fyrir maka á skrifstofunni séu þeir ekki eldri borgarar í sveitarfélagsinu.
Eldri borgarar sem hafa ekki póstfang og fá því ekki bréfpóst geta sótt bréfin sín á skrifstofu sveitarfélagsins.
Að lokum minnum við á opið hús 60+ í félagsheimilinu miðvikudaginn 15. mars kl. 14:00. Spjall yfir kaffi og meðlæti fyrir 500 kr.