Fara í efni

Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps 2021-2026

Vorið 2019 hóf fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps vinnu við endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins. Ákveðið var að fá sem flesta að borðinu því að skólanum standa margir aðilar; nemendur, starfsfólk, foreldrar og samfélagið.
Haldinn var íbúafundur um samfélagsstefnu þar sem skólamálin voru einnig tekin fyrir. Íbúar gátu þar komið með innlegg í hvernig skólastarf ætti að vera í sveitarfélaginu. Einnig var haldið nemendaþing þar sem allir nemendur skólans gátu komið með hugmyndir og athugasemdir um skólastarfið og aðbúnað skólans.
Fræðslunefndin ásamt kennurum og starfsmönnum skólans vann svo úr öllum þeim fjölmörgu hugmyndum og athugasemdum sem fram komu og mótaði þær í skólastefnuna.
Skólastefna þessi byggir á aðalnámskrám leik- og grunnskóla sem gefin er út af menntamálaráðuneytinu.
Skólastefnunni er skipt upp í 7 kafla. Sá fyrsti er yfirlitskafli yfir skólastarfið. Hinir kaflarnir eru þemaskiptir með tilgreind markmið og aðgerðir. Aðgerðirnar skulu endurskoðaðar eftir tvö ár.
Fræðslunefnd og sveitarstjórn vilja þakka öllum sem komu að gerð skólastefnunnar fyrir vel unnin störf og framlag til að þróa áfram skólastarfið í sveitarfélaginu.


Skólastefnuna má finna hér

 

 

Síðast uppfært 23. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?