Fara í efni

Slitgigtarnámskeið

Mánudaginn 2. september n.k. mun hefjast á Borg í Grímsnesi námskeið fyrir einstaklinga með verki í mjöðmum og hnjám.

Um er að ræða 8 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á eintaklingsmiðaða styrktar þjálfun sem kennd er í hóptímaformi. Góðar viðtökur hafa verið á fyrri námskeiðum og einstaklingar fundu til minni verkja, bættu styrk sinn og hreyfistjórn.

Kennt verður á mánudögum  og fimmtudögum klukkan 10:15-11:15. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu.

Leiðbeinendur Þórfríður Soffía Haraldsdóttir löggildur sjúkraþjálfari og Hildigunnur Hjörleifsdóttir löggildur sjúkraþjálfari og íþrótta- og heilsufræðingur.  Þær hafa öðlast réttindi frá danska slitgigtarskólanum (GLA:D).

Allar nánari upplýsingar í síma 8475005 eða 7773704.

Þeir eldri borgarar sem ekki hafa nýtt sér lýðheilsu og tómstundastyrk þetta árið geta sótt um styrkinn upp í greiðslu á námskeiðinu.

Síðast uppfært 28. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?