Fara í efni

Slitgigtarskóli hjá Þórfríði sjúkraþjálfara í Íþróttahúsinu á Borg í Grímsnesi

Mánudaginn 30. ágúst 2021 hefst nýtt námskeið hjá slitgigtarskóla Þórfríðar.

Námskeiðið byggir á sértækri þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga með einkenni frá mjaðmasvæði og hnjám.

Æft er á mánudögum og fimmtudögum klukkan 10.15 - 11.15.                       

Kennari er Þórfríður, löggildur sjúkraþjálfari

Námskeiðið er í 8 vikur

Verð 25.000kr.-

Síðasta námskeið sýndi góðan árangur þátttakanda. Allir bættu styrk sinn og gönguhraða og voru með minni verki í hnjám og/eða mjöðmum. Einnig upplifðu margir aukið sjálfstraust í hreyfingum og juku virkni sína í dagsdaglegu lífi.

Það sem þátttakendum fannst helsti kosturinn við námskeiðið var góð fræðsla og mikilvægi þess að leiðbeina sér í æfingum. Einnig að mæta í hóptíma þar sem allir eru að fást við svipaða verki gaf þeim aukinn hvata til þess að styrkja sig og mæta í tíma. Þeir sem eru með lögheimili í Grímsnes- og Grafningshrepp fá námskeiðið niðurgreitt.

Skráning í síma 8475005. Einnig er ég á facebook undir nafninu slitgigtarskóli Þórfríðar

Síðast uppfært 24. ágúst 2021
Getum við bætt efni síðunnar?