Fara í efni

Snjómokstur

Þann 12. nóvember 2019 í votta viðurvist voru opnuð tilboð í snjómokstur í sveitarfélaginu hjá Vegagerðinni. Tilboðinu var skipt upp í tvennt, annars vegar Grímsnesið og hins vegar Grafninginn. Það voru samtals þrír aðilar sem buðu í snjómoksturinn, þar af þrír sem buðu í snjómoksturinn í Grímsnesinu og tveir sem buðu í Grafninginn. Eftirtaldir aðilar buðu í snjómoksturinn Suðurtak ehf,  Vélaleiga Ingólfs ehf og Jón Ingileifsson ehf.  Sá sem átti lægsta boðið var Jón Ingileifsson ehf og hefur verið gerður samningur við hann. 

Síðast uppfært 13. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?