Fara í efni

Snjór og sorphirða

Vegna óhagstæðs veðurfars hefur starf sorphirðufólks verið erfitt undanfarnar vikur. Til að sorphirða geti gengið sem best fyrir sig er mikilvægt að hægt sé að komast að tunnum til að losa þær. Þar sem ekki er mokað frá tunnum eða sorphirðufólk getur ekki komið tunnum greiðlega að sorphirðubíl getur þurft að sleppa því að tæma þær. Við hvetjum því íbúa til að moka frá tunnum og bæta aðgengi ef svo ber undir. Íbúar geta einnig fært ílát sín að lóðamörkum til að létta sorphirðu.

Hér má sjá upplýsingar um sorphirðu í sveitarfélaginu.

Síðast uppfært 18. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?