Sóknarfæri ferðaþjónustunnar
30.04.2020
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er átaksverkefni og samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands.
Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja starfandi ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu, sé miðað við s.l. rekstrarár.
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19.
Umsóknarfrestur er til 12. maí, kl 16:00.
Stjórn SASS fer með hlutverk úthlutunarnefndar.
Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS fagráð. Fagráð fer yfir umsóknir og skilar tillögum til stjórnar.
Síðast uppfært 30. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?