Sorphirðudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps 2020
03.02.2020
Terra áður Gámaþjónustan ehf. sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009. Við flokkun sorps í Grímsnes- og Grafningshreppi er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast.
Mikilvægt er að vandað sé til verka við flokkun en með því næst mikill umhverfislegur ávinningur.
Tunnur fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang eru tæmdar á þriggja vikna fresti
Tunnur fyrir plast og pappa/pappír eru tæmdar á sex vikna fresti
Rúlluplast er sótt heim að bæjum á tveggja mánaða fresti
Á myndinni má sjá sorphirðudagatal fyrir árið 2020.
Nánari upplýsingar um flokkun má finna á þessari síðu: Sorp og endurvinnsla
Síðast uppfært 3. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?