Fara í efni

Spáð í bollann

Spáð í bollann
Á þessum skrítnu tímum er mikilvægt að huga vel að heilsu sinni og skorum við á fólk að vera meðvitað um hvað það setur í heilsubollan sinn (líkama okkar).
Líkami okkar er eins og bolli sem við fyllum á og vonum að við höldum góðri heilsu. Það gætu verið einhverjar sprungur, misstórar,
þar sem er leki sem hefur áhrif á okkar heilsu.  Þessar sprungur geta verið vegna álags, andlegs eða líkamlegs, sem hefur neikvæð áhrif á heilsu okkar.
Þess vegna er mikilvægt að vera meðvituð um hvað við setjum í heilsubollan okkar og minnka það sem hefur neikvæð áhrif á heilsu okkar.

 Hvað fer í heilsubollann þinn?

Látum það ganga!
Það er gott fyrir líkama og sál að fara út að ganga. Ekki bara fyrir líkamann heldur líka fyrir okkar andlegu líðan. Okkur líður betur og við fáum meiri orku og lífsgæði aukast.
Ef gengið er í náttúrulegu umhverfi þá sýna rannsóknir að það hefur betri áhrif á líkama og sál heldur en að ganga á malbiki eða á göngubretti.
Hugum að sóttvörnum en bjóðum öðrum með í göngutúr, hvort sem er vini, maka eða fjölskyldumeðlimum, t.d gæti hundurinn eða kötturinn verið  mjög ánægður með stuttan göngutúr.
Skorum líka á aðra að gera hið sama og þannig höfum við jákvæð áhrif áhrif á samfélagið í kringum okkur. 
Látum það ganga!  :)

 

 

Síðast uppfært 3. nóvember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?