Fara í efni

Stafagöngu-námskeið:

Ef næg þátttaka næst verður boðið uppá stafagöngu-námskeið á Borg í Grímsnesi.  Það yrði þá samtals 4x , á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30.  Tímarnir verða aðlagaðir að getu þátttakenda en stafaganga hentar öllum sem alhliða styrktar- og þolþjálfun, hvort sem er fyrir eldri borgara eða afreksfólk í íþróttum. 
Þátttökugjald er 1000 kr. og hægt er að fá lánaða stafagöngu-stafi, en annars má nota sína eigin. Á þessum tíma er íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðgerða, þannig að ekki verður hægt að nota búningsklefa.

Staður: Borg í Grímsnesi, fyrir utan íþróttahúsið

Kl. 16:30

Leiðbeinandi: Gunnar Gunnarsson, íþrótta- og heilsufræðingur

Þriðjudaganna: 13. og 2o. október.

Fimmtudaganna: 15. og 22. október.

Fyrirspurnir eða skráningar sendist til: heilsueflandi@gogg.is

 

Síðast uppfært 1. október 2020
Getum við bætt efni síðunnar?