Fara í efni

Styrkir vegna vatnsveituframkvæmda hjá Matvælastofnun

Við viljum minna á að 28. febrúar rennur út frestur til að sækja um styrki vegna vatnsveituframkvæmda á árinu 2022 hjá Matvælastofnun.

Þeir sem búa á lögbýlum og hafa hug á vatnsveituframkvæmdum er bent á að hafa samband sem allra fyrst svo hægt sé að útbúa rafræna umsókn tímanlega eða útbúa slíka umsókn sjálfir. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á heimasíðu Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. 

Þeir sem áður hafa sent inn umsóknir en ekki klárað eða ekki hafið framkvæmdir á því ári og því ekki fengið styrk - þurfa að senda inn nýja umsókn núna ef fyrirhugað er að fara í framkvæmdir á árinu 2022.

Meðfylgjandi er reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveituframkvæmda sem gott er að kynna sér vel ef fyrirhugað er að fara í framkvæmdir.

Reglugerð nr. 180/2016.

Tilkynning frá Matvælastofnun

Síðast uppfært 24. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?