Sumarstarf fyrir námsmenn
Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða starfsmann á tæknisviði sumarið 2021 í 100% starfi. Grímsnes- og Grafningshreppur hefur fengið úthlutað sumarstarfi fyrir námsmenn í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar.
Starfið er ætlað námsmönnum, 18 ára og eldri sem eru milli anna í námi.
Gert er ráð fyrir a.m.k. 2ja mánaða ráðningartíma á tímabilinu 15.05.2021-15.09.2021.
Starf á tæknisviði – 100% starf
Starfið felur í sér innmælingar á hita- og vatnslögnum, gerð kerfismynda ásamt uppfærslu á skilmálum og gerð leiðbeininga vegna umsókna fyrir vatns- og hitaveitu.
Mælingar hnitapunkta (fastmerkja) og útreikningur og innlestur í hnitaskrá.
Ýmsar tilfallandi landmælingar fyrir verkefni og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Starfið krefst töluverðrar útiveru og vinnuaðstæður oft við erfiðar aðstæður.
Einnig getur starfið falið í sér uppsetningu á grunni fyrir veiturnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Nemar í verkfræði, tæknifræði eða skyldum greinum.
Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptafærni.
Bílpróf.
Starfsmaður þarf að vera með nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsmaður þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu og þekkingu á algengum forritum. Kennsla á forrit og mælitæki tengd starfinu getur farið fram hjá sveitarfélaginu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2021. Frekari fyrirspurnir og umsóknir má senda á ragnar@gogg.is .
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum er svarað.