Sumarstarf fyrir námsmann
Sumarstörf fyrir námsmenn
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur fengið úthlutað sumarstarfi fyrir námsmenn í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar.
Starfið er ætluð námsmönnum, 18 ára og eldri sem eru milli anna í námi.
Gert er ráð fyrir a.m.k. 2ja mánaða ráðningartíma á tímabilinu 01.06.2020-31.08.2020.
Starf á tæknisviði – 100% starf
Helstu verkefni
Starfið felur í sér innmælingar á hita- og vatnslögnum, gerð kerfismynda ásamt uppfærslu á skilmálum og gerð leiðbeininga vegna umsókna fyrir vatns- og hitaveitu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nemar í verkfræði, tæknifræði eða skyldum greinum
- Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptafærni
- Bílpróf
- Grunnkunnátta á Autocad, Microsoft Word og í landmælingum æskileg
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.
Umsóknarfrestur er til 24. maí 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS
Frekari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, ragnar@gogg.is
Umsóknir skal senda á gogg@gogg.is