Frestur til athugasemda hefur verið framlengdur til 19. febrúar 2023 - Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið - Tillaga til kynningar
Frestur til athugasemda hefur verið framlengdur til 19. febrúar 2023
Eins og kunnugt er vinnur svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Tillaga liggur nú fyrir, sbr. slóðina hér, en undir flipanum „Vinnslutillaga“ má finna umhverfisskýrslu og greinargerð.
Þann 19. febrúar nk. kl. 17:00-19:00 verður haldinn opinn kynningarfundur til að kynna tillöguna.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi en hann verður einnig í beinu streymi á vefnum, linkur mun koma á vefinn (www.sass.is) þegar að nær dregur.
Að verkefninu standa eftirtalin sveitarfélög: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis