Fara í efni

Þjónustufulltrúi seyruverkefnis

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og
Ásahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis
sveitarfélaganna. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka
sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í
mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Skipulag vinnutíma tekur mið
af því að hreinsun á seyru fer fram á tímabilinu frá maí til október ár hvert.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Tengiliður milli fasteignareigenda og seyruverkefnis í sveitarfélögunum.
Sér um úrvinnslu gagna vegna verkefnisins.
Sinnir samskiptum og upplýsingagjöf.
Sinnir umhverfis- og úrgangsmálum.
Hæfniskröfur:

Hæfni í mannlegum samskiptum.
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
Góð almenn tölvukunnátta er æskileg.
Færni til tjáningar í rituðu og mæltu máli.
Góð staðarþekking nauðsynleg.
Ökuréttindi.
Stundvísi og reglusemi.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Jón G. Valgeirsson, sem veitir nánari upplýsingar í síma
480 6600, eða hruni@fludir.is.
Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið hruni@fludir.is eða með pósti merktum:
Hrunamannahreppur, Akurgerði 6, 845 Flúðir, v/starfsumsóknar. Öllum umsóknum verður svarað.
Starfshlutfall er 100%. Starfið hentar einstaklingum óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2020.

Síðast uppfært 3. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?