Þjónustufulltrúi seyruverkefnis - afleysing
Hrunamannahreppur f.h. sex sveitarfélaga í samstarfi um seyruverkefni í Uppsveitum og nágrenni leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa í afleysingum fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna.
Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa þekkingu á staðháttum, ökuréttindi og góða almenna tölvukunnáttu . Skipulag vinnutíma tekur mið af því að hreinsun á seyru fer fram á tímabilinu frá maí til október ár hvert en gert er ráð fyrir að afleysingin vari a.m.k. út árið 2022.
Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eftir samkomulagi en í síðasta lagi vorið 2022. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða hruni@fludir.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 25. mars n.k.