Tilboð í snjómokstur
Þann 9. nóvember 2023 kl. 14:00 voru opnuð tilboð á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps, Borg 805 Selfossi í verðfyrirspurnir Grímsnes- og Grafningshrepps og Vegagerðarinnar, „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grafningi 2023-2025“ og „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grímsnesi 2023-2025“.
Eftirfarandi tilboð bárust í „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grafningi 2023-2025“:
Vélaleiga Ingólfs ehf. 11.871.975 kr.
Eftirfarandi tilboð bárust í „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grímsnesi 2023-2025“:
Suðurtak ehf. 14.480.000 kr.
Vélaleiga Ingólfs ehf. 14.648.100 kr.
Tilboð eru birt með fyrirvara um yfirferð tilboða m.t.t. hæfi bjóðenda, útilokunarástæðna og réttra útreikninga í tilboðsskrá. Niðurstaða verðfyrirspurnar verður tilkynnt þegar búið er að yfirfara tilboð.