Tjaldsvæðið á Borg
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir til leigu tjaldsvæðið á Borg.
Um er að ræða land fyrir tjaldsvæði og mannvirki sem tilheyra rekstrinum.
Rekstraraðili skal sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda, upplýsingagjöf og þjónustu við ferðamenn, auglýsingar fyrir svæðið og annað tilheyrandi. Leigutaki hefur allar tekjur af rekstri svæðisins, sem og allan kostnað. Til kostnaðar telst m.a. þrif á svæðinu og mannvirkjum, sláttur og eftirlit.
Leigusali, Grímsnes- og Grafningshreppur, setur upp fast leiguverð fyrir svæðið, 700.000 krónur fyrir árið. Leigutaki hefur möguleika á að greiða leiguverðið að hluta með verkefnum fyrir leigusala, s.s. endurbótum á svæðinu og viðhaldi mannvirkja.
Árlegur opnunartími tjaldsvæðisins er að öllu jöfnu fá 1. maí til 30. september. Stefnt er að því að nýr rekstraraðili taki við svæðinu vorið 2020.
Leigusamningur verður gerður til fimm ára.
Boðið verður upp á skoðun á svæðinu eftir samkomulagi.
Umsækjandi (eða fyrirsvarsmaður umsækjanda) skal:
• gera grein fyrir reynslu sinni af ferðaþjónustu.
• gera grein fyrir sýn sinni á rekstur tjaldsvæðisins.
• hafa reynslu af rekstri.
• vera reglusamur.
• vera í skilum með opinber gjöld og lífeyrisiðgjöld starfsmanna.
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið gogg@gogg.is í síðasta lagi sunnudaginn 19. janúar 2020. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í síma 480 5500.