Töpuð Hross
07.01.2021
Hrossahópur fældist hjá okkur í Eyjum í Kjósarhreppi, hópurinn var í beitarhólfi við Eyjatjörn í Kjós austan við Meðalfell.
Spor sáust eftir hross upp Kjósarskarðsveg að gatnamótum við Þingvallaveg á nýársnótt. Hefur þeirra verið leitað í Kjós,
um Mosfellheiði að Skógarhólum og Þingvöllum og eins niður Grafning þ.e. með Þingvallavatni að vestanverðu án árangurs.
Hópurinn saman stendur af jarpskjóttri meri, bleikskjóttum hesti, tveimur jarpskjóttum hestum og rauðbleik stjörnóttri meri sem er þriggja vetra trippi.
Ef einhver hefur orðið var við hrossin þá vinsamlegast hafið samband við undirritaðan.
Með fyrirfram þökk og kveðju,
Ólafur M Magnússon sími: 8548080
Síðast uppfært 7. janúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?