Fara í efni

Uppbygging flóttaleiða innan frístundahúsabyggða

Sveitarstjórn veitir árlega styrki til uppbyggingar flóttaleiða í frístundabyggðum sveitarfélagsins.
Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda sækja um styrk til sveitarstjórnar fyrir 1. mars ár hvert á þar til gerðu eyðublaði. Skilyrt er að kostnaðaráætlun og teikning af fyrirhugaðri flóttaleið fylgi. Í lok apríl ár hvert liggur fyrir hverjir munu fá úthlutað styrk og verður styrkurinn greiddur út eftir framvísun afrits af reikningi og framvísun teikningar af vegi, þó eigi síðar en 31. desember það ár sem styrkurinn er veittur. Aðeins er veittur styrkur til uppbyggingar flóttaleiða, ekki til viðhalds eða uppbyggingar annarra vega innan hverfis.
Hér má finna nánari upplýsingar og ásamt umsóknareyðublaði bæði pdf og rafrænu.

Síðast uppfært 15. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?