Upplýsingar vegna 5% staðgreiðsluafsláttar
08.01.2020
Í bréfi sem allir fasteignaeigendur fengu sent fyrir jól var kynnt sú nýjung að í ár verður veittur 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 6. mars 2020.
Það gleymdist þó að taka fram að ekki verður hægt að staðgreiða fasteignaskattinn nema milli 20. febrúar og 5. mars 2020 en upplýsingar um álagningu liggja ekki fyrir fyrr en seinnipartinn í febrúar.
Ef þú ætlar að staðgreiða til að fá afsláttinn þá getur þú sent tölvupóst á leifa@gogg.is með upplýsingum um kennitölu greiðanda og heiti fasteignar og verður þá haft samband við þig upp úr 20. febrúar með nánari upplýsingar.
Síðast uppfært 8. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?