Fara í efni

Úttekt á námum í Grímsnes- og Grafningshreppi

Sveitarstjórn hefur undanfarin misseri unnið við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og ákvað í kjölfarið að fara í úttekt á námum í sveitarfélaginu. Samkvæmt skipulagslögum hefur sveitarfélagið heimildir til slíkrar úttektar. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 3. nóvember s.l. að taka tilboði frá Verkís vegna kortlagningar á námum í sveitarfélaginu.

Hér með tilkynnist að Verkís mun í samræmi við framangreint gera úttekt á námum innan Grímsnes- og Grafningshrepps sem skilgreindar eru innan gildandi aðalskipulags og eru í notkun. Sjónrænt mat verður lagt á stærð námu, lýst verður stöðu á vinnslu, hvort efnistaka sé í gangi og hversu mikið er búið að vinna úr námunni. Einnig verða stærstu námurnar mældar með flygildi.

Eftirtaldar upplýsingar verða teknar saman fyrir hverja námu í minnisblaði sem afhent verður sveitarfélaginu að úttekt lokinni:

  • Auðkenni
  • Heiti
  • Gerð
  • Ljósmyndir
  • Frágangur skv. námuskrá Vegagerðarinnar
  • Staða skv. sjónmati
  • Umfang
  • Upplýsingar um skipulagsákvæði

Námueigendum býðst að fá þessar upplýsingar þegar þær liggja fyrir frá Verkís en áætlað er að upplýsingarnar liggi fyrir á vormánuðum.

Sveitarstjórn vill árétta að landeigendur bera engan kostnað af þessari vinnu.

Síðast uppfært 6. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?