Vatnsveita Grímsnes- og Grafningshrepps
08.04.2021
Þessa dagana stendur yfir leit að bilun í vatnsveitu sveitarfélagsins.
Þessi bilun hefur áhrif á vatnsmál í eftirfarandi hverfum: A, B og C götu í Klausturhólalandi.
Bilunin veldur því að lítill þrýstingur er á vatninu og einstaka frístundahús, sem standa efst í hverfunum geta verið vatnslaus.
Mikilvægt er að finna og laga þessa bilun og eru starfsmenn sveitarfélagsins ásamt verktökum á fullu að leita að biluninni.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum og þökkum skilninginn.
Síðast uppfært 8. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?