Vegna fyrirspurna um snjómokstur fyrir frístundahúsaeigendur/félög
Vegna fjölda fyrirspurna vill sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps koma eftirfarandi á framfæri.
Sveitarfélagið hefur á síðustu árum þegar þess hefur þurft látið moka einu sinni á ári, um páskana, að frístundahúsum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun halda sig við þetta fyrirkomulag þar sem engin leið er að vita um tíðarfarið þá. Þar af leiðandi verða ekki mokaðir aukalega neinir vegir að frístundahúsum í sveitarfélaginu þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður.
Í sveitarfélaginu eru þó nokkrir verktakar sem vinna við snjómokstur og viljum við benda þeim sem þurfa, að beint hafa samband við þá.
Oft eru frístundahúsafélög með samning við einhvern verktaka um að moka einhverja ákveðna daga en önnur félög hringja í þá eftir þörfum.
Á heimasíðu sveitarfélagsins www.gogg.is neðarlega á upphafssíðunni, má finna lista yfir nokkra verktaka sem sinna snjómokstri undir flokknum jarðvinnuverktakar.