Fara í efni

Vel heppnaður kynningarfundur um deiliskipulagsáætlanir sem eru í vinnslu í og við þéttbýlið á Borg

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps boðaði til kynningarfundar síðastliðinn þriðjudag, 29. nóvember, um þær deiliskipulagsáætlanir sem eru í vinnslu í og við þéttbýlið á Borg.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., Vigfús Þór Hróbjartsson sá um kynninguna.
Hann sá jafnframt um að svara spurningum og taka við athugasemdum ásamt sveitarstjórn.
Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust góðar umræður um áætlanirnar.
Hér má finna kynninguna í pdf formi.

Ef spurningar vakna um áætlanirnar þá er hægt að senda tölvupóst á utu@utu.is fyrir frekari upplýsingar.

Síðast uppfært 5. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?