Fara í efni

Vetrarfrí í GOGG

Nú er vetrarfríið að hefjast í sveitarfélaginu og gott að nýta það til fjölskyldusamveru þegar það er möguleiki. 

Heilsueflandi Grímsnes- og Grafningshreppur hefur sett upp 5 skilti í sveitarfélaginu og hvetur fólk til þess að fara út og finna skiltin. 

Yndisskógurinn á Borg

Skiltið er við einn af bekkjunum við göngustíginn.

Kerhóllinn

Best að fara á Kerhólinn á milli Kerhólsins og Seyðishóla. Ef stikuðu leiðinni er fylgt ætti skiltið að blasa við áður en komið er að síðustu stikunni þegar komið er upp á brúnina.

Skógræktin á Snæfoksstöðum

Skiltið er í áberandi trjágöngum við bílastæði áður en komið er inn á vinnusvæði skógræktarinnar.

Flóðahringurinn á Sólheimum

Gott er að leggja á bílastæði til móts við kaffihúsið en Flóðahringurinn hefst við hlið bílastæðisins.

Krossinn á Úlfljótsvatni

Við mælum með því að hefja göngu nálægt skátaskálunum fyrir ofan veg (fjær vatninu) til þess að þurfa að fara ekki yfir veginn. Stígur eða slóði liggur í skóginum fyrir ofan skátasafnið alla leiðina að krossinum.

Síðast uppfært 10. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?