Vinnuskóli Grímsnes- og Grafningshrepps 2020
Í sumar var starfræktur vinnuskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi frá 8. júní til og með 31. júlí.
Ungmennin unnu frá 8:00 - 14:00 alla virka daga og voru um 10 ungmenni sem mættu í vinnuna alla virka daga og voru þau á aldrinum 13 - 16 ára.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt, m.a. stór þökulögn á tjaldsvæðinu á Borg, ruslatínsla víða um sveitarfélagið, sláttur, grisjun trjáa, illgresis hreinsun og málað svo eitthvað sé nefnt. Ungmennin fengu einnig fræðslu, sundferðir og skemmtiferð. Þann 18. júní var haldið örnámskeið í skyndihjálp, 26. júní var vinnuskólinn í Bláskógabyggð heimsóttur, 2. júlí var haldið námskeið í fjármálalæsi og 13. júlí var námskeið á vegum Jafningafræðslu Suðurlands. Þann 17. júlí var síðan farin skemmtiferð sem ungmennin skipulögðu sjálf en farið var m.a. í Adrenalíngarðinn, Trampólíngarðinn og út að borða í Kringlunni. Umsjónarmaður vinnuskólans í sumar var Magnús Hlynur Hreiðarsson, en hann tók meðfylgjandi mynd sem sýnir ungmennin við þökulagningu, Magnúsi til aðstoðar í sumar var svo Samúel Guðmundsson.
Nú þegar vinnuskólanum er lokið vil ég nota tækifærið og þakka öllum þessum frábæru ungmennum, umsjónarmanni og aðstoðarmanni fyrir þeirra vinnu og gott samstarf í sumar. Þau stóðu sig öll mjög vel og geta verið stolt af þeirra vinnuframlagi í sumar.
Ingibjörg Harðardóttir
Sveitarstjóri