Fara í efni

Frisbígolfmót á Úlfljótsvatni

Úlli ljóti er landsfrægt frisbígolfmót sem haldið verður á Úlfljótsvatnsvelli laugardaginn 24. september 2022 en þetta er eitt elsta folfmót landsins enda fyrsta mótið haldið árið 2002 þegar völlurinn var opnaður.

Nú er búið að stækka völlinn í 18 brautir og verður spilaður heill hringur fyrir hádegið og annar eftir hádegið sem þó gæti breyst ef veður er óhagstætt. Sem áður verður Úlli ljóti styrktarmót þar sem allur ágóði fer í að byggja áfram upp völlinn m.a. að útbúa góða heilsársteiga.
Keppt verður í tíu flokkum og eru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Mótið er ekki PDGA reitað.

Flokkar í boði:
Opinn flokkur – Bláir teigar
Meistaraflokkur kvenna – Bláir teigar
Almennur kvennaflokkur – Hvítir teigar
Almennur flokkur 1 – Bláir teigar
Stórmeistaraflokkur 40 og eldri – Bláir teigar
Stórmeistaraflokkur kvenna 40 og eldri – Hvítir teigar
Stórmeistaraflokkur 50 og eldri – Hvítir teigar
Ungmennaflokkur (15 ára og yngri) – Bláir teigar
Barnaflokkur (12 ára og yngri) – Rauðir teigar
Skátaflokkur (fyrir skáta) - Rauðir teigar


Mótsstjóri er Runólfur Helgi Jónasson

Skáning er hér: https://discgolfmetrix.com/2338243 en einnig er hægt að senda póst á motanefnd@folf.is
Hægt er að sjá allar nánari upplýsingar undir "INFO" flipanum á skráningarsíðunni.

Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allur hagnaður í endurbætur á vellinum. Innifalið er grillaður hamborgari á milli umferða og drykkur.

Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning ÍFS: Banki 513-14-503326, Kt. 450705-0630 skýring "Úlli2"

Frítt er fyrir barnaflokk.

Mæting er kl. 09.30 og hefst keppni kl. 10.00. Það tekur 45-50 mínútur að keyra á Úlfjótsvatn frá Reykjavík. Öll velkomin.

Getum við bætt efni síðunnar?