Fjallskilanefnd
1. Sveitarstjóri ávarpar fundinn
Fjallskilasamþykkt
Siðareglur
Reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grímsnes- og Grafningshrepp
2. Framkvæmd fjallferða
Metin þörf á 10 manns til smölunar við Sandfell og Ölfusvatnshóla. Verði gert á fyrsta degi sem mögulegt er eftir seinni leitir.
3. Fjallferðir
Tögl/Miðfellshraun smalað 10. september.
Lyngdalsheiði smöluð 11. september.
Kaldárhöfði/Efri-Brú smalað 12. – 14. september.
Vesturleit/Þingvallasveit smöluð 17. Og 18. september.
Austurleit verður 16. 17. og 18. september.
Fyrsta leit í Grafningi verður 16. 17. og 18. september.
Réttað verður í Kringlumýrarrétt laugardaginn 10. september.
Grafningsréttir verða mánudaginn 19. september.
Klausturhólaréttir verða sunnudaginn 11. september.
Fjallkóngar verða árið 2022
Grafningur – Rúna Jónsdóttir
Vesturleit – Guðmundur Jóhannesson
Austurleit – Ingólfur Oddgeir Jónsson
4. Álagning fjallskila
Samkvæmt bókun sveitarstjórnar á 511. fundi, 1. september 2021 breytist álagning fjallskila á þann hátt að sveitarsjóður greiðir hluta af unnum fjallskilum að frádregnum öðrum tekjum frá og með árinu 2022. Breytt fyrirkomulag fyrirgerir þó ekki upprekstrarrétti þeirra lögbýla sem greiða ekki álögð fjallskil á jarðarþúsund eftir breytinguna.
Fjöldi fjár í sveitarfélaginu 2022 er 1915.
5. Fjallseðill
Fjallseðill 2022 lagður fram og staðfestur.
6. Önnur mál
• Nefndin ítrekar bókun frá 28. mars 2022 þar sem fram kemur þörf á að laga Ingólfshólf, að hólfið verði minnkað og sett verði járnhlið.
• Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að athugað verði hvort hægt sé að mælast til þess við landeiganda að Króki að girða af vegna skurðafyllingar svo fé stafi ekki hætta af.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:34.