Framkvæmda- og veitunefnd
1. Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða
Farið var yfir umsóknir sem bárust um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggðum sveitarfélagsins. Heildarfjármagn til úthlutunar er 2.300.000 kr. fyrir árið 2020. Við mat á umsóknum félaganna var horft til heildarfjölda húsa á viðkomandi stað, heildarvegalengdar svæðisins, umfangs verksins og styrkja sem félögin hafa fengið síðustu ár. Verkefnin snúast flest um að bera í vegi og lagfæra þá.
Samgöngunefnd leggur til að eftirtalin félög hljóti styrk skv. neðangreindu;
Félag Lóðareigenda í landi Minna Mosfells (FLUMM) 37.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð 37.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda við Þórsstíg 37.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði 37.500 kr.
Félag Frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi 37.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda Syðri Brú 57.500 kr.
Félag lóðareigenda við Birkibraut í Vaðneslandi 57.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu 57.500 kr.
Félag land- og frístundahúsaeigenda við AogB götu úr Norðurkotslandi 57.500 kr.
Systraásar 57.500 kr.
Ásar frístundabyggð í Búrfelli II 57.500 kr.
Vaðlækur – félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg 57.500 kr.
Brekkubúar, félag sumarhúsaeigenda í Víðibrekku 57.500 kr.
Skógarholtið okkar 57.500 kr.
Félag sumarhúsaeigenda v. Kjarrmóa 57.500 kr.
Félag landeigenda í Nesi við Apavatn 75.000 kr.
Klausturhóll sumarhúsafélag 75.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni 75.000 kr.
Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda 75.000 kr.
Selhóll 75.000 kr.
Öndverðarnes ehf 75.000 kr.
Þristurinn – félag landeigenda við Klausturgötu 75.000 kr.
FÉSO – Félag sumarhúsaeigenda í Oddsholti 75.000 kr.
Kerengi 75.000 kr.
Félag lóðarhafa í Miðborgum 75.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn 75.000 kr.
Þrastaungarnir 75.000 kr.
Félag lóðareigenda í Farengi í landi Miðengis 112.500 kr.
Sumarhúsafélagið Víðihlíð 112.500 kr.
Fururborgir, félag í frístundabyggð 112.500 kr.
Félag lóðarhafa Kiðjabergi 150.000 kr.
Hestur, landeigendafélag 150.000 kr.
Alls bárust 32 gildar umsóknir og leggur samgöngunefnd til að öll þau félög sem áttu gilda umsókn hljóti styrk.
1 umsókn var ógild þar sem hún samræmdist ekki reglum um vegstyrki.
Töluvert fleiri umsóknir bárust í ár heldur en undanfarin ár og þykir ljóst að auka þarf heildarupphæð styrkveitinga ef vel á að vera.
2. Úthlutun styrkja til uppbyggingu flóttaleiða í frístundabyggð.
Farið var yfir umsóknir sem bárust vegna uppbygginga flóttaleiða í frístundabyggðum sveitarfélagsins. Heildarfjármagn til úthlutunar er 500.000 kr. fyrir árið 2020.
Samgöngunefnd leggur til að eftirtalin félög hljóti styrk skv. neðangreindu;
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) 500.000 kr.
1 gild umsókn barst og leggur samgöngunefnd til að félagið hljóti styrk.
3. Tillaga að reglum um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til að settar verði reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu, og verkefnið þannig tekið upp að nýju. Nefndin leggur til drög að reglum sem er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4. Breytt fyrirkomulag vegstyrkja til frístundahúsafélaga.
Rætt var hvort að breytt fyrirkomulag á vegstyrkjum gæti einfaldað úthlutanir og nýst fleiri félögum. Horft var til þess að breytt fyrirkomulag fæli í sér að veittur yrði styrkur til veghalds í frístundahúsabyggðum, og gæti styrkurinn því einnig nýst til snjómoksturs og annara þátta er snúa að veghaldi, en myndi ekki einskorðast við viðhald á vegum. Sveitarfélagið hefur séð um mokstur í frístundahúsahverfum sveitarfélagsins einu sinni á ári, fyrir páska, þegar þess hefur verið þörf. Með því að breyta fyrirkomulaginu og gera snjómoksturinn styrkhæfan í stað þess að sveitarfélagið annist hann, gætu félögin stýrt því betur hvenær þau telja þörf á snjómokstri.
Ekki var tekin ákvörðun um breytt fyrirkomulag, en nefndin sammæltist um að hittast aftur þegar kostnaður vegna snjómoksturs á þessu ári ásamt fleiri forsendum lægju fyrir.
Hvor leiðin sem verður farin er ljóst að hækka þarf heildarupphæð styrkjanna á næsta ári og áætlar nefndin að skila inn tillögu til sveitarstjórnar um styrkupphæð þegar ákvörðun hefur verið tekin.