Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

10. fundur 01. mars 2021 kl. 08:15 - 10:00 Fjarfundur í gegnum Teams
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður áhaldahúss
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ragnar Guðmundsson.

1.  Vatnsverndarsvæði.

Skoðuð voru vatnsverndarsvæði í sveitarfélaginu og fyrirhugaðar breytingar á þeim í aðalskipulagi. Einnig var farið yfir reglur vegna vatnsbóla og vatnsverndarsvæða og skoðuð reglugerð um verndarsvæði.

2.  Vatnsöflun í sveitarfélaginu og Fljótsbotnum.

Farið var yfir stöðu á verkefni um sameiginlega vatnsveitu uppsveita í Fljótsbotnum og lögð fram fundargerð frá Verkís frá síðasta stöðufundi. Einnig fór Ragnar yfir mögulega vatnsöflun innan sveitarfélagsmarka.

3.  Staða á verkum í vatns- og hitaveitu.

Ragnar fór yfir þau verkefni sem liggja fyrir í vatns- og hitaveitu. Fyrirhugað er að bjóða út tvö verk í vatnsveitunni og eitt í hitaveitu. Útboðsgögn eru í vinnslu og útboðs- og verklýsing fyrir endurnýjun lagnar að Björk lögð í rýni í nefndinni.

4.  Reglur um snjómokstur.

Reglur um snjómokstur kynntar fyrir nefndinni.

5.  Staða á útboði á sorphirðu.

Farið yfir stöðu á útboðsgögnum. Þau liggja fyrir og ljóst að sveitarfélagið býður út án hinna sveitarfélagana.

6.  Tengingar hitaveitu 2021.

Farið var yfir stöðu á tengingum vegna hitaveitu 2021. Ljóst er að breytingar á borholudælu hafa skilað árangri og því  er lagt til við sveitarstjórn að heimila aftur nýtengingar hitaveitu í þeim hverfum þar sem hitaveita er nú þegar til staðar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?