Framkvæmda- og veitunefnd
1. Úthlutun styrkja vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi
Farið var yfir umsóknir sem bárust um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum sveitarfélagsins. Heildarfjármagn til úthlutunar er 3.500.000 kr. fyrir árið 2021. Við mat á umsóknum félaganna var horft til heildarfjölda húsa á viðkomandi stað, heildarvegalengdar svæðisins, umfangs verksins og styrkja sem félögin hafa fengið síðustu ár. Verkefnin snúast flest um að bera í vegi og lagfæra þá ásamt vetrarþjónustu við vegina.
Samgöngunefnd leggur til að eftirtalin félög hljóti styrk skv. neðangreindu;
Alls bárust 18 gildar umsóknir og leggur samgöngunefnd til að öll þau félög sem áttu gilda umsókn hljóti styrk.
1 umsókn var ógild þar sem hún var ekki innan styrkveitingartímabils.
2. Fjárhagsáætlun 2022.
Nefndinni barst erindi frá Smára B. Kolbeinssyni, formanni veitunefndar, en eitt af hlutverkum veitunefndar er að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins á næsta ári. Þar er óskað eftir upplýsingum um þær framkvæmdir og fjárfestingar sem samgöngunefnd leggur til að ráðist verði í á árinu 2022.
Samgöngunefnd leggur ekki til neinar framkvæmdir eða fjárfestingar á komandi ári.