Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

15. fundur 26. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson

1. Umræða um nýtt áhaldahús fyrir sveitarfélagið
Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árin 2024-2027 er gert ráð fyrir nýju áhaldahúsi fyrir sveitarfélagið.
Framkvæmda- og veitunefnd telur nauðsynlegt að hefja vinnu við þarfagreiningu nýs áhaldahúss sem allra fyrst. Umræða um hvort skipa eigi sérstaka nefnd um verkefnið eða halda
því innan framkvæmda- og veitunefndar. Jafnframt rætt um að skoða önnur áhaldahús í nágreninu, s.s. á Sólheimum.
2. Tilboð vegna endurnýjunar gervigrass
Fyrir liggja tilboð frá Altis og Leiktækjum & Sport í lagningu nýs gervigrass á skólalóð Kerhólsskóla. Altis gaf tilboð í tvenns konar gerðir af grasi og Leiktæki & Sport gaf einnig
tilboð í tvenns konar gerðir af grasi. Fyrirtækin hafa bæði nýverið endurnýjað gervigras í Reykholti annars vegar og á Laugarvatni hins vegar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að Steinar Sigurjónsson fari í vettvangsferð á Laugarvatn og í Reykholt og leggi mat á hvor tegundin myndi henta betur á sparkvöllinn á
skólalóð Kerhólsskóla.
3. Viðbygging íþróttamiðstöðvar
Fyrir liggja drög að samningi við Verkís um byggingarstjóra viðbyggingar við íþróttahús á Borg.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við samninginn.
4. Rannsóknarleyfi vegna Kaldárhöfða
Verið er að óska eftir rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar kaldavatnsöflunar úr landi Kaldárhöfða. Fyrir liggur greinargerð ÍSOR sem lögð er fram í tengslum við umsóknina.
Lagt fram til kynningar.
5. Vesturbyggð
a. Lóðarblöð Vesturbyggð
Fyrir liggja lóðarblöð vegna nýrra lóða í 1. áfanga vesturbyggðar Borgarsvæðisins.
Lagt fram til kynningar.
b. Uppfærðar teikningar vegna gatnagerðar
Fyrir liggja uppfærðar teikningar vegna gatnagerðar í 1. áfanga vesturbyggðar Borgarsvæðisins.
Lagt fram til kynningar.
c. Framvinda verks
Fyrir liggur framvinduskýrsla nr. 2 vegna gatnagerðar í 1. áfanga vesturbyggðar Borgarsvæðisins.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð dags. 09.02.2024 af fundi um hönnun á skólalóð
Lögð er fram fundargerð dags. 9.2.2024 af fundi Steinars Sigurjónssonar og Ragnars Guðmundssonar með Hermanni Ólafssyni, hönnuði hjá Landhönnun.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. Heitavatnsöflun í Vaðnesi
Fyrir liggur borskýrsla vegna borunar nýrrar vinnsluholu í Vaðnesi.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
8. Vatnsveita að Hlauphólum
Fyrir liggja gögn vegna verðfyrirspurnar á vatnslögn að Hlauphólum.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við gögnin.
9. Gjaldskrár veitna - umræða
Umræða um gjaldskrár veitna.
Framkvæmda- og veitunefnd telur að uppfæra þurfi gjaldskrár veitna sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á miðsvæði. Ragnari Guðmundssyni falið að skoða málið nánar og koma með tillögu að gjaldskrárbreytingum.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?