Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

16. fundur 25. mars 2024 kl. 08:30 - 10:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
Fundargerðin var færð í tölu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson

1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2024
Ragnar kynnti stöðuna á þeim fjárfestingum sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2024.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að halda aukafundi eftir þörfum um byggingu á nýju áhaldahúsi fyrir sveitarfélagið. Jafnframt skal stefnt að því að fara í skoðunarferð í önnur
áhaldahús á svæðinu sem hluta af vinnu við þarfagreiningu á nýju áhaldahúsi. Varðandi vatnsveitu frá Stærri-Bæ felur framkvæmda og veitunefnd Ragnari og Iðu að ræða við
landeigendur um vatnstöku.
2. Heitavatnsöflun í Vaðnesi
a. Minnisblað um stöðu borana 18.3
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 18.03.2024 um stöðu borana eftir heitu vatni í Vaðnesi.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
b. Borskýrsla
Fyrir liggur borskýrsla vegna borana eftir heitu vatni í Vaðnesi.
Borskýrslan lögð fram til kynningar.
3. Gjaldskrárbreytingar
Fyrir liggur tillaga um gjaldskrárbreytingar hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir gjaldskrárnar samhljóða. Rætt var um stofngjald í fráveitu og hvort eðlilegra sé að fá inn stærri hluta fjárfestingar við hreinsistöð í upphafi í
gegnum stofngjöld fremur en á lengri tíma í gegnum árlegt fráveitugjald. Ragnari falið að skoða kosti þess og galla og koma með tillögu að breytingu ef þess þarf við afgreiðslu á gjaldskránni í sveitarstjórn.
4. Viðbygging við íþróttamiðstöð - verkfundargerð
Fyrir liggur verkfundargerð dags. 7. mars 2024 af verkfundi nr. 1 vegna jarðvinnu við viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Jarðhitaframtal OS
Lögð fram gögn sem send verða inn til Orkustofnunar vegna skila á jarðhitaframtali.
Lagt fram til kynningar.
6. Sláttur á opnum svæðum
Fyrir liggur samantekt á þeim opnu svæðum í þéttbýlinu á Borg sem þarf að slá, hirða og bera á.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að verkið verði boðið út til þriggja ára með möguleika á framlengingu.
7. Kaldárhöfði
a. Umsagnir um rannsóknarleyfi
Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, FSRE og Náttúrufræðistofnunar Íslands um rannsóknarleyfi í landi Kaldárhöfða.
Umsagnirnar lagðar fram til kynningar. Ragnari Guðmundssyni falið að hafa samband við Umhverfisstofnun til að fá upplýsingar um þá aðila sem hafa þekkingu til að gera mat á því
hvort framkvæmdin sé líkleg til þess að valda því að vatnshlot innan áhrifasvæðisins nái ekki þeim umhverfismarkmiðum sem hafa verið sett fyrir þau.
b. Erindi til Landsvirkjunar
Fyrir liggur drög að erindi til Landsvirkjunar sem fyrirhugað er að senda í nafni Grímsnes- og Grafningshrepps, Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps um fyrirhugaða sameiginlega
vatnsöflun úr landi Kaldárhöfða. Í erindinu er kannaður vilji Landsvirkjunar til að koma að verkefninu.
Lagt fram til kynningar.
8. Skólalóð – Tillögur frá Landhönnun
Lögð er fram tillaga frá Landhönnun að hönnun skólalóðar.
Framkvæmda- og veitunefnd lýst vel á tillögurnar en telur æskilegt að hönnuður verði boðaður á fund skólanefndar til að fara yfir hönnunina og svara spurningum ásamt því að taka við ábendingum ef nefndin telur að eitthvað megi betur fara í hönnuninni.
9. Vesturbyggð 1. áfangi – Fundargerð 3. verkfundar
Fyrir liggur fundargerð dags. 12.03.2024 af 3. verkfundi vegna verksins „Vesturbyggð 1. áfangi“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:50

Getum við bætt efni síðunnar?