Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2024
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.
2. Vesturbyggð 1. áfangi
a. Verkáætlun
Verkáætlun frá verktaka lögð fram til kynningar
b. Fundargerð verkfundar nr. 7 dags. 05.06.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð verkfundar nr. 8 dags. 25.06.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d. Fundargerð verkfundar nr. 9 dags. 11.07.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e. Fundargerð verkfundar nr. 10 dags. 28.08.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Verklýsing
Verklýsingin lögð fram til kynningar.
b. Undirritaður samningur
Sveitarstjóri hefur undirritað verksamning við Alefli ehf. um smíði nýrrar viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg.
Samningurinn lagður fram til kynningar.
c. Verkáætlun
Fyrir liggur verkáætlun frá Alefli ehf. vegna verksins.
Verkáætlunin lögð fram til kynningar.
d. Fundargerð verkfundar nr. 1 dags. 07.08.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e. Fundargerð verkfundar nr. 2 dags. 22.08.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Hreinsistöð á Borg - Niðursetning
a. Fundargerð verkfundar nr. 1 dags. 11.07.2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 2 dags. 28.08.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Framvinduskýrsla nr. 1.
Framvinduskýrslan lögð fram til kynningar.
d. Framvinduskýrsla nr. 2.
Framvinduskýrslan lögð fram til kynningar.
5. Heitavatnsöflun í Grímsnes- og Grafningshreppi
a. Vaðnes – staða framkvæmda
Ragnar kynnti stöðu framkvæmda við virkjun nýrrar holu í Vaðnesi. Samkvæmt áætlun verður holan komin í notkun fyrir veturinn.
Lagt fram til kynningar.
b. Jarðhitaleit í sveitarfélaginu og möguleikar til frekari vinnslu
Farið yfir stöðuna á kortlagningu jarðhita í sveitarfélaginu en búið var að ræða við ÍSOR um að greina hvort og þá hvar mögulegt væri að bora eftir vatni í landi sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og veitunefnd telur mikilvægt að setja aukinn þunga í kortlagningu jarðhita í sveitarfélaginu. Ragnari falið að athuga hvort aðrir aðilar sem sérhæfa sig í rannsóknum
á jarðhita hafi tök á að ráðast í þá vinnu fljótlega. Jafnframt rætt um mikilvægi þess að búa til stefnu til framtíðar um uppbyggingu hitaveitu sveitarfélagsins. Formanni
framkvæmda- og veitunefndar falið að búa til skjal í samráði við Ragnar með yfirliti yfir þau svæði sem líklegt er að þurfi að tengjast hitaveitu sveitarfélagsins á komandi árum
ásamt möguleikum til frekari vatnsöflunar.
6. Kaldavatnsöflun
a. Vatnsöflun úr Kaldárhöfða
Á 16. fundi framkvæmda- og veitunefndar var tekin fyrir umsögn Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar vinnslu vatns úr landi Kaldárhöfða. Í framhaldinu hafði Ragnar Guðmundsson samband við ÍSOR og óskaði eftir greiningu frá þeim um hvort framkvæmdin væri líkleg til þess að valdi því að vatnshlot innan áhrifasvæðisins nái ekki þeim umhverfismarkmiðum sem hafa verið sett fyrir þau. Ekki hefur borist greining á því frá ÍSOR.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Ragnari að ítreka mikilvægi þess að fá greininguna sem fyrst svo hægt sé að halda áfram með verkefnið.
b. Kaldavatnsöflun í sveitarfélaginu og möguleikar til frekari vinnslu
Rætt um frekari kaldavatnsöflun í sveitarfélaginu.
Formanni framkvæmda- og veitunefndar falið að búa til skjal, í samráði við Ragnar, með yfirliti yfir þau svæði sem líklegt er að þurfi að tengjast vatnsveitu sveitarfélagsins á
komandi árum ásamt möguleikum til frekari vatnsöflunar.
7. Bundið slitlag á heimreiðar – umsóknir
Fyrir liggur umsókn frá eiganda lóðarinnar Fremriklettur um þátttöku í kostnaði við lagningu bundins slitlags á heimreiðina að lóðinni.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Steinari að afla frekari gagna vegna umsóknarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30