Skólanefnd
Fræðslunefnd Grímsnes og Grafningshrepps
starfsárið 2010/2014
7. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps haldinn í fundarherbergi stjórnsýsluhússins á Borg, miðvikudaginn 14.september 2011, kl.16:00.
Mættir:
Guðný Tómasdóttir, Benedikt Gústavsson, Hilmar Björgvinsson, Birna G. Jónsdóttir, Svanhildur Eiríksdóttir.
Staða nýrrar skólabyggingar
Farið yfir tekningar sem liggja fyrir af nýju skólahúsnæði. Guðný segir frá fundi sem haldin var til kynningar með kennurum.
Birna sagði frá vangaveltum foreldrafélagsins varðandi fjölda rýma í leikskóladeildinni.
Hilmar, Svanhildur og Birna sögðu frá hugmyndum leikskólastarfsfólks varðandi leikskóladeildina.
Hilmar fór yfir hugmyndir grunnskólastarfsfólks varðandi grunnskóladeildina.
Hilmar tekur að sér að koma hugmyndunum á framfæri við arkitekt skólans.
Yfirlit frá skólastjóra Kerhólsskóla
Hilmar kynnti stöðuna í skólanum í upphafi vetrar. Við Kerhólsskóla starfa 16 starfsmenn. Í vetur eru 56 nemendur við skólann, 17 í leikskóladeildinni og 39 í grunnskóladeildinni.
Staðan í leikskóladeildinni
Leikskólinn er fullur. Þar eru nú 17 börn, þar af 3 á aldrinum 12 til 18 mánaða. Starfsmenn við leikskólann eru í dag fjórir í 360% starfi. Von er á einni umsókn fyrir 12 mánaða barn en eins og staðan er í dag er ekki hægt að veita því inngöngu. Í dag er engin manneskja til afleysinga ef upp koma veikindi og annað.
Hilmari falið að ræða við sveitarstjóra um að fá leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni í hlutastarf ásamt afleysingu.
Gjaldskrá leikskóla og mötuneytis
Fræðslunefndin telur að ákvörðunartaka í þessum málum eigi eingöngu heima á borði sveitarstjórnar.
Mötuneytisnefnd
Benedikt segir frá hver staðan er í nefndinni. Í nefndinni eru Benedikt Gústavsson fulltrúi fræðslunefndar og formaður nefndarinnar, Áslaug Guðmundsdóttir matráður, Birna Guðrún Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna skólans, Hilmar Björgvinsson skólastjóri og Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir fulltrúi foreldra. Ákveðið er að hafa fyrsta fund nefndarinnar þann 19. september klukkan 16:30.
Fundatímar og skólastefna
Stefnt er að því að hafa fundi fræðslunefndar mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði klukkan 16:15.
Önnur mál
a) Náms- og kynnisferð starfsmanna Kerhólsskóla til Noregs 28. september – 2. október. Formaður fræðslunefndar beinir því til ferðalanga að forvitnast í skólunum sem heimsóttir verða hvort skólarnir eru að nota matstæki sem kallast Skólavogin og hvernig það reynist. Til greina kemur að byrja að nota Skólavogina á Íslandi og þarf sveitarfélagið að gefa svar fyrir 15. desember n.k. um hvort það vilji vera með í því.
b) Hilmar segir frá hugmynd sem kom fram á kennarafundi varðandi félagsmiðstöðina. Kennarar hvetja umsjónarmann félagsmiðstöðvar til að vera með opið hús einu sinni i viku fyrir 7.-10. bekk. Aðra hverja viku að loknum skóla kl. 15:30 og hinar vikurnar að kvöldi dags. Fræðslunefnd styður þessa hugmynd.
Fundi slitið kl. 18:00