Fara í efni

Skólanefnd

53. fundur 03. maí 2016 kl. 08:30 - 09:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Bjarni Þorkelsson fulltrúi kennara
  • Hugrún G. Sigurðardóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Alice Petersen aðstoðarskólastjóri forfölluð
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

53. fundur fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, þriðjudaginn 3. maí 2016 kl. 8:30 f.h.

 
Fundinn sátu:
Guðný Tómasdóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Ása Valdís Árnadóttir, fulltrúi sveitarstjórnar
Pétur Thomsen , fulltrúi sveitarstjórnar
Bjarni Þorkelsson, fulltrúi kennara
Hugrún G. Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri
Alice Petersen, aðstoðarskólastjóri forfölluð
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.  

 
Yfirlit frá skólastjóra.
Skólastjóri kynnti fyrir nefndinni starfsemi skólans síðasta mánuðinn og það sem er framundan.

 
Starfsmannamál og ráðning skólastjórnanda.
Búið er að ráða skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Jóna Björg Jónsdóttir var ráðin skólastjóri og Írís Anna Steinarrsdóttir var ráðin aðstoðarskólastjóri. Farið var yfir önnur starfsmannamál.

 
Skólapúlsinn, niðurstöður.
Farið var yfir könnun sem foreldrar í grunnskóladeild svöruðu í febrúar. Stjórnendur skólans áætla að vinna umbótaráætlun úr niðurstöðunum og kynna svo niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

 
Skóladagatal.
Drög að skóladagatali kynnt fyrir nefndinni. Skólastjóra falið að færa skólasetningu fram um einn dag til að skóladagatal nái 179 dögum og telst skóladagatal þar með samþykkt. Skóladagatalinu er því vísað til sveitarstjórnar. 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 9:45

Getum við bætt efni síðunnar?