Fara í efni

Skólanefnd

9. fundur 09. maí 2023 kl. 14:15 - 15:52 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

1. Gjaldskrá leikskóla og frístundar
Gjaldskrá leikskóla og frístundar var rædd. Lagt er til að taka upp sérstakt gjald fyrir hverjar 15 mínútur fyrir barn sem kemur of snemma að morgni og sótt er of seint. Lagt er til að gjaldið verði 700 krónur á hvert skipti. Gert er ráð fyrir ákveðið mörgum starfsmönnum miðað við umsamdan dvalartíma barna því er mikilvægt að foreldrar virði dvalartíma barna sinna í leikskóla og frístund. Lagt er til að innheimta á gjaldinu hefjist 1. ágúst 2023.
Núverandi gjaldskrá má finna hér: https://www.kerholsskoli.is/gjaldskra-leikskoladeildar
2. Þróunarverkefni um foreldrafærni í leik- og grunnskólum
Lögð var fyrir auglýsing þar sem óskað er eftir þátttöku leik- og grunnskóla í þróunarverkefni á vegum Mennta- og barnamálaráðuneyti og Menntavisindasviði Háskóla Íslands um fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna sinna. Auglýsingin var rædd og lagt er til að fylgst verði með þróun verkefnisins en ekki óskað eftir þátttöku Kerhólsskóla í verkefninu.
Sjá nánar hér https://www.hi.is/frettir/farsaeld_barna_studningur_vid_uppeldisfaerni_foreldra
3. Stjórnskipun Skólans og vinna við ráðningu Verkefnastjóra eldra stigs
10 umsóknir bárust um starf verkefnastjóra eldra stigs Kerhólsskóla. 5 verða teknir í viðtöl á næstu dögum.
4. Önnur mál
Í skólabíl eru nemendur sem ber að hafa fylgdaraðila allan skóladaginn og upp eru að koma agamál á leiðum sem illa hefur gengið að leysa. Lagt er til að ráðnir yrðu stuðningsfulltrúar til að vera í skólabílum þegar börn eru keyrð í og úr skóla. Minnt var á leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs ígrunnskólum frá 4. nóvember 2019. Þar kemur fram að skólaakstur grunnskólabarna skuli skipulagður með hliðsjón af öryggi og velferð nemenda í hvívetna.
Einnig var bent á að merkingar á skólabílum eru ekki viðunandi. Lagt er til að gera kröfu um viðunandi merkingar í næsta útboði um skólaakstur.
Ennfremur var bent á að sveitarfélagið útvegi ekki bílstóla fyrir ung börn í skólabílnum. Lagt er til að sveitarfélagið útvegi börnum undir 135 cm bílstól í skólabílnum. Samanber útgefnar upplýsingar frá Samgöngustofu frá 2016 sjá hér: https://issuu.com/samgongustofa/docs/b__rn____b__l__b__klingur_-_b__lst__afa8ce3836e33c

Næsti fundur Skólanefndar verður haldinn 6. júní 2023, kl.14:15-16:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:52.

Getum við bætt efni síðunnar?