Fara í efni

Skólanefnd

16. fundur 06. febrúar 2024 kl. 10:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðmundur Finnbogason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1. Skóladagatal 2024 – 2025
Farið yfir skóladagatal. Dagatalið samþykkt og því vísað til sveitarstjórnar. Skoða þarf upphaf frístundar í ágúst með starfsfólki sem kemur að því verkefni.
2. Samstarf Kerhólsskóla og Sólheima
Lagt er til að samstarf við Sólheima í formi fræðslu og verkefna fari fram í Janúar. Nemendur komi í fjögur skipti í janúar, einu sinni í viku. Lagt er til að 7. Bekkur taki þátt í þessu verkefni. Skólastjórnendum er falið að útfæra þetta með fulltrúum Sólheima.
3. Stuðningur til forráðamanna leikskólabarna á biðlista
Skólanefnd fór yfir málið. Lagt er til að mótaðar verði reglur um þetta mál þar sem gerðar eru ráðstafanir til að styðja við foreldra sem lenda í óeðlilegri bið. Skólanefnd kemur með tillögur fyrir næsta fund.
4. Framvinduskýrsla vegna ytra-mats leikskóladeildar Kerhólsskóla
Farið yfir framvinduskýrslu. Vinnan gengur vel en nokkur atriði standa út af. Lagt er til að hafist verði handa við að undirbúa nýja heimssíðu með tilboðsbeiðnum og að verkefni tengd vagnageymslu og leikfangageymslu verði vísað til umsjónarmanns framkvæmda og veitna sem að geri þarfagreiningu og kostnaðarmat með stjórnendum og starfsfólki leikskólans.
5. „Snillistund“ eftir Rebekku Lind Guðmundsdóttur
Áhugavert verkefni frá Rebekku Lind Guðmundsdóttir lagt fram til kynningar. Skólanefnt þakkar fyrir þessa frábæru vinnu og óskar henni til hamingju með góðan árangur. Skólanefnd óskar eftir því að hún veðri kynnt fyrir nefndinni og foreldrum.
6. Dagsetning næstu funda
Dagsetning næstu fjögurra funda ákveðin. Fundað verður á þriðjudagsmorgnum í upphafi mánaðar klukkan 8:30. Næstu fundir verð 12. mars, 9. apríl, 7. maí og 6. júní.
7. Önnur mál
Skólastjóri bendir á að tryggingar skóla nái ekki yfir líkamlegan skaða sem að barn veldur kennara eða starfsmanns. Skólanefnd vísar þessu til sveitarstjóra og óskar eftir því að þetta verði kannað í samstarfi með skólastjóra.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið klukkan 11:25.

Getum við bætt efni síðunnar?