Fara í efni

Skólanefnd

19. fundur 07. maí 2024 kl. 08:30 - 10:05 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Pétur Thomsen formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Dagný Davíðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna Katrín Þórarinsdóttir fulltrúi kennara boðaði forföll
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Íris Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
  • Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Sigrún Hreiðarsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Vinna við skólalóð
Ragnar Guðmundsson og Karítas Ottesen komu og kynntu hönnunina á skólalóðinni. Leiktæki verða færð til og gerð leikbraut úr tartani með trampolini og hólum úr tartani. Einnig verður bætt við kóngulóarklifurneti sem er 4,5 m að hæð. Pláss verður á lóðinni til að bæta við kastala síðar. Undirlag leiktækja verður tartan og annað verður malbikað.
Skipt verður um gervigras á sparkvellinum og sett gras sem ekki þarf kurl.
Skólanefndin fagnar þessari vinnu og fallegri hönnun á skólalóðinni.
Skólanefnd gerir athugasemd við að ekki séu fallvarnir í kringum tartan hólana í leikbrautinni og óskar eftir því að úr því verði bætt.
2. Vetrarfrí
Rætt um kosti og galla þess að hafa eitt lengra vetrarfrí í stað tveggja stuttra. Ákveðið að hafa vetrarfríin óbreytt á næsta skólaári og taka umræðuna upp á skólaþingi.
3. Símenntunaráætlun
Símenntunaráætlun skólans var skoðuð og rædd. Ekki voru garðar athugasemdir við áætlunina en óskað eftir að skólinn uppfæri „Áætlaða sameiginlega símmenntun“ til ársins í ár.
4. Viðbrögð ágreiningsmála
Áætlun um viðbrögð við ágreiningsmálum skoðuð og engar athugasemdir gerðar.
5. Skólapúls
Niðurstöður úr fjórum könnunum Skólapúls voru skoðaðar og ræddar. Kannanir starfsfólks í bæði leik- og grunnskóladeild ásamt könnunum foreldra bæði í leik- og grunnskóladeild.
Almennt er niðurstaðan jákvæð en þó eru nokkur atriðið sem skólinn mun bæta úr.
6. Fundur með byggðaþróunarfulltrúa
Formaður sagði frá fundi sem skólastjórar og formenn skólanefnda uppsveitanna áttu með byggðaþróunarfulltrúa. Fundað verður aftur í upphafi næsta skólaárs.
7. Önnur mál
a. Deildarstjóri grunnskóladeildar sagði frá óviðunnandi starfsaðstæðum í skólanum. Bæði fyrir starfsmenn og nemendur. Húsnæðið fullnægir alls ekki þörfum skólans eins og það
er núna. Það vantar bæði rými og úrbætur á þeim rýmum sem fyrir eru. Hún nefnir til dæmis ófullnægjandi aðstæður fyrir sérkennslu. Of litla aðstöðu til heimilisfræðikennslu
sem vegna smæðar sinnar kallar á meiri hópaskiptingu og fleira starfsfólk en annars þyrfti. Bæta þarf aðstæður í smíðastofu bæði hvað varðar geymslu efnis og skipulag
rýmisins svo tæki og tól séu betur aðgengileg til kennslu. Einnig er mjög aðkallandi að fá betra rými fyrir nemendur sem þurfa tímabundna hvíld frá kennslustofunni. Svo eitthvað
sé nefnt.
Það er mat Skólanefndar að ekki megi bíða lengur með að gera úrbætur á húsnæði skólans og leggur til að gripið verði til skammtímalausnar fyrir upphaf næsta skólaárs.
Skólanefnd leggur til að sveitarfélagið kaupi lausa kennslustofu og setji upp í sumar. Þangað væri hægt að flytja frístund og félagsmiðstöðina. Við það myndi losna gott rými
sem myndi bætta aðstöðu nemenda og starfsfólks mikið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 10:05

Getum við bætt efni síðunnar?