Skólanefnd
1. Skólaþing
Rætt var um opinn skólaráðsfund – mjög dýrt í framkvæmd en skylda er að hafa hann tvisvar á ári. Skólinn fékk athugasemd síðast um það að fundurinn var ekki nógu áberandi. Ákveðið var því að halda fundinn á sama tíma og skólaþingið í ár. Í lið 9 starfsáætlunar eru upplýsingar um hverjir sitja í skólaráð: „Skólaráð Kerhólsskóla er auk skólastjóra og deildarstjóri grunnskóladeildar skipað sjö fulltrúum sem sitja í ráðinu tvö ár í senn. Kosningu fulltrúa í ráðið þarf að ljúka fyrir september lok. Kosningum skal haga sem hér segir:
•Einn fulltrúi kennara úr leikskóladeild, einn fulltrúi kennara úr grunnskóladeild og einn fulltrúi annars starfsfólks skulu kosnir á mannauðsfundi við upphaf skólaárs.
•Einn fulltrúi foreldra skal kosinn á fundi Foreldrafélags Kerhólsskóla að hausti.
•Tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir við upphaf skólaárs samkvæmt starfsreglum Nemendaráðs Kerhólsskóla.
•Skólaráð velur sér sjálft einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu.“
Þingið verður haldið 21. nóvember 2024, kl. 18:00-21:00, boðið verður upp á súpu og brauð á meðan á skólaráðskynningu stendur. Búið er að bóka félagsheimilið.
Drög að dagskrá: Fyrsti dagskráliður skólaþings er fundur í skólaráði og kynning á skólastarfi. Hugmyndir að umfjöllunarefni í kjölfarið: ný skóalnámskrá, endurnýjuð skólastefna – framtíðarsýn varðandi fjölgun í sveitarfélaginu, heimsmarkmið SÞ, útikennsluskóli. Finna þarf einhvern utanaðkomandi til að stýra fundinum, t.d. Ingvar Sigurgeirs, Ingvi Hrannar Ómarsson, Jakob Frímann Þorsteinsson.
2. Yfirlit yfir skólastarfið.
Skólastjóri fór yfir starfsmannastöðu og aðrar helstu upplýsingar:
• Frístund er að flytja í vetur. 3 skólabílar.
• 26 börn í leikskóladeild – 6 fleiri en í fyrra. 56 börn í grunnskóladeild – 8 fleiri en í fyrra. 82 nemendur samtals.
• Áherslur: teymisvinna; Grænfáninn – útinámið – heilsueflandi sem Sibéal/Rebekka stýra á leik- og grunnskólastigi en vantar sameiginlegan stýrihóp.
• Breyting frá því í fyrra, 1. til 4. bekkur eru komnir í nýja stofu við hliðina á bókasafninu. Hafa því sér inngang sem bætir aðstöðu allra þar sem þröngt var í sameiginlegum anddyri.
• Henta vel að hafa sameiginleg vinnuherbergi.
• Halda áfram um flæði í leikskólastarfi
• Lestrarstefna - tengja betur niður í leikskóla
• Fræðsla um ofbeldishegðun
• Símastefna skólans
• Vinna að upplýsingatæknistefnu skólans – taka sér umræðu um þessi mál á næsta fundi
• Smiðjur á mið- og unglingastigi – 6 skólar saman, Kerhólsskóli keyrir saman smiðju með skólanum á Laugarvatni í ár. Sú smiðja er menningarferð til Reykjavíkur.
3. Framkvæmdir yfir sumarið
Breytingar á skólalóðinni – allir sammála um að þær séu vel heppnaðar. Kanna þarf betur með fallvarnir í kringum tartan hólana, óskað var eftir fallvörn í undirbúningi fyrir framkvæmdirnar - Hafa samband við öryggisstjóra. Verkfræðistofa mun gera þarfagreiningu varðandi fjölda barna og skipulag skólans í framtíðinni.
4. Skráningadagar í leikskólann
Erindi hefur borist nefndinni varðandi skráningu í leikskóla um jólin, í vetrarfrí, dymbilviku og á klemmudögum. Ýmsar útfærslu ræddar en nefndin líkar best við Akranes-leiðina. Skólanefnd leggur til að teknir verði upp skráningadagar fyrir viðveru leikskólabarna á fyrrnefndum dögum. Það einfaldar til muna skipulag varðandi starfsfólk leikskólans án þess minka þjónustuna. Foreldrar og forráðamenn skrá þá börn sín í viðveru á þessum dögum ef þau þurfa. Skrá þarf fyrir 31. október í ár. Í ár verði tekinn upp skráning fyrir dagana milli jóla og ný árs, vetrarfrí eftir áramót, dymbilviku og á klemmudögum. Á næsta skólaári yrði þá tekin upp skráning fyrir alla dagana.
Sjá meðfylgjandi erindi frá deildarstjóra leikskóladeildar.
5. Skólanámskrá (Í viðhengi)
Farið var yfir skólanámskrá 2024-25. Athuga þarf eftirfarandi:
• Skipta „fræðslunefnd“ yfir í „skólanefnd“.
• Laga upplýsingar um ferðir.
Skólanámskrá var samþykkt með ofangreindum athugasemdum.
6. Starfsáætlun (í viðhengi)
Farið var yfir starfsáætlun 2024-25. Bæta þarf við í starfsáætlun upplýsingum um skólanefnd og að foreldrar séu með fulltrúa í nefndinni og geti komið með erindi til hennar. Setja skal þessar upplýsingar einnig í fréttabréf. Einnig vantar upplýsingar um að deildastjóri leikskólans sé staðgengill skólastjóra. Skýra þarf betur stjórnunarteymi og hvað þýðir það að vera staðgengill skólastjóra. Starfsáætlun var samþykkt með ofangreindum breytingum.
7. Önnur mál:
• Umræður um foreldrafélagið – hugmyndir um að gripa í foreldra næst á skólasetningunni. Hafa meiri samfellu í stjórn – fulltrúar sitja í 2 ár í félaginu og svo rótering. Aðalfundur foreldrafélagsins – 25. september 2024.
• Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings – stjórn ákvað að senda beiðni um lista af málum frá öllum skólum í umsýslu skóla – og velferðarþjónustu. Allt á góðri leið í samvinnu en skólanum vantar frekari leiðbeiningar.
• Póstur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um Menntaþingið þann 30. september nk. – tveir fulltrúar frá skólanum, skólastjóri og deildarstjóri grunnskóladeildar ætla að fara.
8. Fundartímar til desember
8. október, kl. 14:15
5. nóvember, kl. 14:15
3. desember, kl. 14:15
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00