Foreldramorgnar í Skálholti - Parent mornings in Skálholt
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Núna í vetur verður boðið upp á foreldramorgna í Skálholti. Samverustundirnar verða í
Gestastofunni alla miðvikudaga frá 10:00 – 12:00.
Þessar samverustundir henta foreldrum sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Tilgangur foreldramorgnanna er meðal annars að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra. Hver veit nema það verði stundum gripið í gítar eða píanó!
Stundum munum við fá góða gesti í heimsókn sem verða með fræðsluerindi sem lúta að heilsu og velferð fjölskyldna.
Boðið er upp á kaffi/te og léttar veitingar.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Bergþóra djákni og séra Kristín.
Dear parents
This winter there will be parent mornings in Skálholt. We´ll meet every Wednesday
from 10:00 – 12:00.
These gatherings are for parents on parental leave or parents who work from home.
Sometimes we might even hear some guitar og piano playing! Now and then we´ll have
good guests to talk about specific topics and/or general wellbeing in familys.
We offer coffee/tea and some light refreshments.
We look forward to see you.
Bergþóra, deacon and Rev. Kristín